Katrín Olga Jóhannesdóttir

Director at Hagar

Katrín Olga var kjörin í stjórn Haga hf. þann 18. janúar 2019. Hún er með Cand.Oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í viðskiptum frá Odense Universitet og nám í „corporate finance“ við London Business School. Hún hefur gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum, þar á meðal sem stjórnarformaður og meðeigandi Já hf., framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Skipta, framkvæmdastjóri einstaklingsmarkaðs Símans, framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans og framkvæmdastjóri Navision Software Ísland. Þá var Katrín Olga formaður Viðskiptaráðs Íslands árin 2016-2020. Katrín Olga situr í stjórn eftirtalinna fyrirtækja: Landsnet hf., Kría konsulting ehf. og Vörður tryggingar hf. Hún situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík, í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingasjóðs og tekur þátt í samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Katrín Olga hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja, þar á meðal Icelandair Group, Ölgerðarinnar og Advania. Hvorki Katrín Olga né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Timeline

  • Director

    Current role